Google Duo er besta myndsímtalaforritið*. Það er einfalt, áreiðanlegt og virkar í Android og iOS-símum og spjaldtölvum, snjalltækjum og á vefnum.
    Eiginleikar:
    Símtöl milli Android og iOS-tækja
 Með Duo geturðu verið í sambandi við hvern sem er, hvort sem þú notar síma, spjaldtölvu eða vefinn. Einnig geturðu deilt og tekið þátt í hópsímtölum með tengli.
    Hópsímtöl með allt að 32 manns
 Í þessum símtölum geturðu sameinað alla sem skipta þig mestu máli þótt höf og álfur skilji að. Duo styður núna hópmyndsímtöl með allt að 32 manns.
    Sameinaðu alla í fjölskyldustillingu**
 Teiknaðu myndir í myndsímtölum og komdu ástvinum þínum á óvart með skemmtilegum grímum og áhrifum sem breyta ykkur í geimfara, kisur og margt fleira.
    Fangaðu sérstök augnablik
 Taktu myndir af myndsímtölunum þínum til að fanga augnablik og deila þeim sjálfkrafa með öllum sem taka þátt í símtalinu.
    Myndskilaboð, talskilaboð og margt fleira
 Er tíminn naumur eða geta vinir þínir ekki svarað? Skildu eftir sérsniðin myndskilaboð með skemmtilegum brellum eða deildu talskilaboðum, myndum, glósum og emoji-táknum.
    Stilling fyrir litla birtu
 Duo gerir þér kleift að hringja myndsímtöl jafnvel þótt birtuskilyrði séu slæm.
    Símtöl
 Hringdu í vini þína þegar þú getur ekki spjallað í myndsímtali.
    *Byggt á tæknirannsókn Signals Research Group sem bar saman minnkaðan afkastatíma myndbanda um 3G, LTE og Wi-Fi.
    **Krefst innskráningar með Google reikningi.
    **Gjöld fyrir gagnaflutning kunna að eiga við. Nánari upplýsingar fást hjá símafyrirtækinu þínu.
    ****Tiltækileiki sérstakra eiginleika kann að vera mismunandi eftir tækiseiginleikum.