Svaraðu skemmtilegum og laufléttum spurningum sem hafa mikil áhrif! Farðu upp í gegnum stigin, opnaðu merki og deildu afrekum þínum jafnóðum! Framlag þitt gerir Google-vörur betri í þínum heimshluta. Kenndu Google-hjálpara að skilja merkingu betur, leggðu þitt af mörkum til að bæta Google Translate fyrir þitt tungumál og hjálpaðu Google-myndum að bera kennsl á hluti. Þetta eru bara nokkur dæmi um fjölmörg og fjölbreytt framlög sem þú getur lagt fram til að bæta Google, bæði staðbundið og um allan heim.
  
  Prófaðu eftirfarandi verkefni og gakktu í samfélag sjálfboðaliða á Google:
  
  Staðfesting á menningarlegri mynd: Staðfestu menningarlegt nákvæmni mynda með því að svara einföldum „já/nei“ spurningum.
  Skilningur á spurningu: Veldu hversu vel þú skilur uppgefna spurningu.
  Samanburður á myndum: Segðu okkur hvor myndin þér finnst betri.
  Staðfesting á handskrift: Segðu okkur hvort handskriftin passi við textann sem þú sérð.
  Lestur á handskrift: Segðu okkur hvort þú getur greint hvað stendur í handskriftinni.
  Samanburður á handskrift: Berðu saman tvo handskriftarstíla og veldu hvor þér finnst betri.
  Punktastaðfesting: Staðfestu að miðpunkturinn sé ofan á viðfangsefninu.
  Samanburður á réttum: Berðu saman myndir af tveimur réttum.
  Hljóðframlag: Taktu upp eigin rödd til að bæta raddgreiningartækni.
  Staðreyndir um mat: Segðu okkur hvort réttur hafi sérstaka eiginleika.
  Matarmerki: Segðu okkur hvaða matur sést á mynd.
  Svipuð merking: Leggðu mat á hvort tvær setningar hafi sömu merkingu.
  Greining myndrita: Leggðu mat á hvort myndrit séu skiljanleg og áreiðanleg.
  Bendingainnsláttur: Renndu fingrunum yfir lyklaborðið til að slá inn textann sem birtist á skjánum.
  Staðfesting hljóðs: Hlustaðu á stuttan hljóðbút og leggðu mat á hvort að framburðurinn hljómi eðlilega á þínu tungumáli.
  Lýsing á mynd: Taktu upp röddina í þér þegar þú lýsir myndum sem birtast til að bæta raddgreiningartækni.
  Staðfesting myndmerkingar: Segðu okkur hvort myndir séu rétt merktar.
  Myndataka: Taktu myndir af heimahögum þínum og deildu þeim með öðrum.
  Þýðingar: Þýddu setningar og orð yfir á önnur tungumál.
  Staðfesting þýðinga: Leggðu mat á hvaða setningar eru rétt þýddar.
  Handskriftargreining: Skoðaðu handskrift og sláðu inn textann sem birtist á skjánum.
  Viðhorfsmat: Leggðu mat á hvort að setning á þínu tungumáli sé jákvæð, neikvæð eða hlutlaus.
  Snjallmyndavél (Android Lollipop 5.0+ áskilið): Beindu myndavélinni að viðfangsefni og athugaðu hvort myndavélin geti giskað á hvað það er.
  
  Þú gerir Google-vörur aðgengilegri fyrir alla í framtíðinni í hvert sinn sem þú sendir inn svar. Þú nýtur fríðinda í skiptum fyrir veitta aðstoð, eins og að mæta á hittinga með öðrum sjálfboðaliðum á svæðinu, einstök boð um að hitta starfsfólk Google og aðra þátttakendur í Hangouts á netinu og birtast á samfélagsrásum Hópvistunar. Það skiptir engu hvort þú ert um borð í lest, á strætóstoppistöð eða bíður í röð, taktu þér tíma til að gera Google betra fyrir nærsamfélagið þitt.